Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, er ekki þekktur fyrir að halda aftur af sér og hafa ný ummæli hans valdið úlfúð.
Hann er í dag eigandi Monza sem spilar í efstu deild ítalska boltans.
Framundan hjá liðinu eru leikir gegn stórliðum á borð við Juventus og AC Milan.
Á jólaskemmtun Monza sagðist Berlusconi ætla að verðlauna leikmenn ef þeir vinna einn leikinn með því að koma með „rútu fulla af druslum“ í búningsklefa þeirra.
Sem stendur er Monza í 14. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með sextán stig eftir fimmtán leiki, níu stigum frá fallsvæðinu.
Hér að neðan má sjá myndband þar sem Berlusconi lætur hafa ummælin eftir sér.
Silvio Berlusconi (Monza owner): "I motivate the players. Now you have matches against Juve, Milan, etc, if you win against one of these big teams I'll send into dressing room a bus full of sluts." 😳pic.twitter.com/PBCPakUWE2
— SPORTbible (@sportbible) December 14, 2022