Það búast allir við sigri Frakklands í kvöld er liðið spilar við Marokkó í undanúrslitum HM í Katar.
Marokkó hefur komið öllum á óvart á mótinu og hefur slegið út bæði Spán og Portúgl hingað til.
Frakkarnir eru þó með eitt allra besta landslið heims ef ekki það besta og ættu með öllu að fara í úrslitaleikinn.
Ljóst er að sigurlið kvöldsins spilar við Argentínu sem vann Króatíu 3-0 í gær.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.