Fulham hefur áhuga á Cedric Soares bakverði Arsenal ef marka má heimildir Sky Sports.
Félagið sýndi Portúgalanum áhuga í lok sumars en tókst ekki að klófesta hann þá. Áhuginn hefur þó verið til staðar síðan.
Soares er í aukahlutverki undir stjórn Mikel Arteta hjá Arsenal og gæti því farið til nýliða Fulham í leit að meiri spiltíma.
Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forskot á Manchester City.
Fulham hefur komið á óvart og situr í níunda sæti.