Það voru margir sem veltu því fyrir sér af hverju varnarmaðurinn Josko Gvardiol væri með grímu á HM í Katar.
Gvardiol hefur spilað sinn síðasta leik á HM að þessu sinni en Króatía er úr leik eftir 3-0 tap gegn Argentínu.
Gvardiol er einn efnilegasti varnarmaður heims en hann er 20 ára gamall og leikur með RB Leipzig.
Fólk hefur spurt sig af hverju Gvardiol er með grímu á mótinu en ástæðan er nokkuð einföld.
Gvardiol lenti í samstuði við samherja sinn Willi Orban fyrr á tímabilinu og nefbrotnaði – hann þurfti grímuna til að geta spilað á HM.
Læknalið Króatíu bannaði Gvardiol að taka þátt ef hann samþykkti ekki að klæðast grímunni sem hann að sjálfsögðu samþykkti.