Argentína og Króatía mætast í fyrri undanúrslitaleik Heimsmeistaramótsins í Katar í kvöld. Veðbankar telja fyrrnefnda liðið mun sigurstranglegra.
Lionel Messi getur í kvöld færst nær því að sigra sitt fyrsta HM með argentíska landsliðinu. Hins vegar þurfa Argentínumenn að sigra seigt lið Króata til þess.
Miðað við stuðla Lengjunnar er líklegt að svo verði. En stuðullinn á því að Argentína vinni í venjulegum leiktíma er 1,74.
Á sama tíma er stuðullinn á sigur Króata 4,26 og stuðullinn á jafntefli í venjulegum leiktíma 3,01.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.
Í seinni undanúrslitaleiknum mætast ríkjandi heimsmeistarar Frakklands og Marokkó.
Sá leikur fer fram á morgun og hefst sömuleiðis klukkan 19.