Raphael Varane, leikmaður Frakklands, varar liðsfélaga sína að falla ekki í sömu gildru og önnur lið á HM.
Þetta segir Varane fyrir leik gegn Marokkó í undanúrslitum mótsins en Marokkó hefur komið öllum á óvart hingað til.
Marokkó hefur slegið út bæði Spán og Portúgal en líkur eru á að þau stórlið hafi vanmetið gæði liðsins.
Varane segir að það sé ekki í boði fyrir Frakkland sem getur komist í úrslitaleikinn með sigri.
,,Við erum með nógu mikla reynslu til að forðast að lendra í þessari gildru. Þeir eru komnir á þennan stað af ástæðu,“ sagði Varane.
,,Þeir verjast gríðarlega vel og þetta verður svo erfitt verkefni. Við, leiðtogar liðsins, þurfum að undirbúa alla fyrir næsta stríð.“