TikTok-stjarnan Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir birti myndband á dögunum þar sem hún heldur bolta á lofti klædd króatíska landsliðsbúningnum.
Hefur þetta vakið mikla athygli. Við myndbandið skrifar hún: „Hver er heitasti leikmaður Króatíu?“ Brynhildur er leikin með knöttinn en hún lék síðast með FH hér á landi í fyrra.
Þegar þetta er skrifað hafa 215 þúsund manns sett like við færsluna.
Króatía mætir Argentínu í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í Katar í kvöld. Má gera ráð fyrir að Brynhildur styðji þar lið Króatíu.
Leikurinn hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.
Hér að neðan má sjá myndbandið.
@brynhildurgunnlaugss who’s the hottest Croatian player #croatia🇭🇷 #worldcup ♬ just wanna rock (Lil Uzi Vert) [Sped Up Version] – sped up nightcore