Argentína 3 – 0 Króatía
1-0 Lionel Messi(’34, víti)
2-0 Julian Alvarez(’39)
3-0 Julian Alvarez(’69)
Argentína er komið í úrslitaleik HM í Katar eftir leik við Króatíu í undanúrslitunum í kvöld.
Um var að ræða fyrri undanúrslitaleikinn en á morgun spilar Frakkland við Marokkó í hinum.
Lionel Messi er á góðri leið með að vinna sitt fyrsta HM og hann er svo sannarlega að eiga gott mót með Argentínu.
Messi bæði skoraði og lagði upp í kvöld er Argentína vann sannfærandi 3-0 sigur á þeim króatísku.
Julian Alvarez skoraði tvennu fyrir Argentínu í kvöld en annað mark hans var eftir frábæran undirbúning Messi.
Króatarnir voru mun meira með boltann í leiknum en tókst aðeins að hitta rammann tvisvar.