Neymar, stjarna Brasilíu, gaf í skyn um helgina að hann væri hættur að spila með landsliðinu eftir HM í Katar.
Brassarnir voru taldir mjög sigurstranglegir á mótinu en eru úr leik eftir tap gegn Króötum í undanúrslitum.
Neymar sagði eftir leik að það væri ekki víst að hann myndi snúa aftur en hann verður 34 ára gamall er næsta HM fer fram.
Dani Alves var að spila sitt síðasta HM og nálgast fertugsaldurinn en hann vonar innilega að Neymar haldi áfram að veita Brössunum von.
,,Þetta var síðasta heimsmeistarakeppnin mín, það er kominn tími á að ég segi það,“ sagði Alves.
,,Ég er hins vegar ekki á sama máli þegar kemur að Neymar, hann er magnaður. Brasilía þarf á honum að halda.“