Aurelien Tchouameni, leikmaður Frakklands, skaut á enska miðla eftir leik liðsins við England í gær.
Tchouameni skoraði fyrra mark Frakklands í 2-1 sigri á Englandi og er liðið komið í undanúrslit HM í Katar.
Fyrir leik fjölluðu enskir miðlar um markmanninn Hugo Lloris sem er aðalmarkmaður Frakka sem og Tottenham.
Talað var um Lloris sem veikleika franska liðsins en Tchouameni þvertekur fyrir að það sé rétt.
,,Lloris er veikleiki í lið Frakklands samkvæmt ensku pressunni? Kjaftæði!“ sagði Tchouameni.
,,Það er alltaf sagt alls konar hluti í fjölmiðlum en það mikilvægasta er að svara fyrir sig á vellinum.“
,,Hann gerði það svo sannarlega í leiknum og við erum hæstánægðir með hann.“