Virgil van Dijk, leikmaður Hollands, var í engu stuði er hann ræddi við blaðamenn um helgina.
Van Dijk og Holland er úr leik á HM eftir tap gegn Argentínu en leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni.
Holland náði að jafna metin í uppbótartíma í 2-2 en mistókst að lokum að slá þá argentínsku úr leik.
Van Dijk leikur með Liverpool á Englandi og er einn besti varnarmaður heims en hann var að spila á sínu fyrsta HM.
Hann ætlar ekki að horfa á fleiri leiki í keppninni og mun nú einbeita sér að verkefninu sem bíður hans í Liverpool.
,,Mér er alveg sama hver vinnur þetta mót. Ég ætla ekki að horfa á fleiri leiki,“ sagði Van Dijk niðurlútur.