Cody Gakpo, stjarna Hollands á HM, mun íhuga það að ganga í raðir Manchester United í janúarglugganum.
Gakpo greinir sjálfur frá þessu en hann er leikmaður PSV í Hollandi og var á óskalista enskra liða í sumar.
Ekkert varð úr félagaskiptum á þeim tíma en eftir gott HM í Katar er Gakpo líklega að kveðja Holland fyrir stærri deild.
,,Sumarglugginn var ekki auðveldur. Ég lærði af þessu og ég mun taka á hlutunum á annan hátt í framtíðinni,“ sagði Gakpo.
,,Það sem gerist, það gerist. Ef þú vilt til dæmis fara frá RKC Waalwijk til PSV en það félag sýnir ekki áhuga þá byrjarðu að stressast.“
,,Ég íhugaði Manchester United en þegar það gerðist ekki þá hugsaði ég ekki út í það. Leeds sýndi mér áhuga, á ég að fara þangað? Nú bíðum við og sjáum.“
,,Ég hef ekki heyrt frá Man Utd en ef þeir sýna áhuga þá mun ég íhuga það.„