Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain, hefur staðfest það að félagið muni reyna við Marcus Rashford ef hann verður samningslaus í sumar.
PSG sem og önnur félög mega ræða við Rashford í janúar en hann hefur ekki skrifað undir framlengingu í Manchester.
PSG hefur áður sýnt leikmanninum áhuga en hann verður mikill næsta sumar ef Manchester United tekst ekki að framlengja samninginn.
,,Hann er annar leikmaður sem er magnaður og fáanlegur frítt? Það eru öll félög sem munu reyna að fá hann á frjálsri sölu,“ sagði Al-Khelaifi.
,,Við erum ekki að fela okkur, við höfum rætt við hann en þá var tímasetningin ekki rétt fyrir báða aðila.“
,,Kannski í sumar, af hverju ekki? Ef hann er laus allra mála þá getum við talað við hann en við gerum það ekki núna.“