Mesut Özil, fyrrum leikmaður Arsenal og Real Madrid, hefur komið Cristiano Ronaldo til varnar sem hefur verið á milli tannana á fólki nýlega.
Í vikunni var talað um að Ronaldo ætlaði að segja skilið við portúgalska landsliðið eftir að hafa verið á bekknum í 16-liða úrslitum mótsins.
Fyrr í vetur vakti Ronaldo verulega athygli er hann ræddi við Piers Morgan og skaut þar á allt og alla og er í dag samningslaus.
Manchester United var á meðal þeirra sem Ronaldo skaut á en hann var samningsbundinn liðinu er viðtalið fór í loftið sem endaði með samningsriftun.
,,Ég bara skil ekki hvaðan öll þessi neikvæði kemur. Fjölmiðlarnir eru bara að reyna að vinna sér inn smelli og fyrrum atvinnumennirnir sem eru atvinnulausir í dag vilja fá athygli og reyna að fá hann til að líta illa út,“ sagði Özil.
,,Hann verður 38 ára gamall bráðum – svo hvað er skrítið við að hann sé ekki að skora 50 mörk á tímabili? Allir ættu að vera ánægðir með að hann hafi spilað í heimsklassa í 20 ár.“
,,Ég er alls ekki á því máli að nýja kynslóðin muni jafna þessar tölur, hann verður alltaf í eigin gæðaflokki. Allir ættu að sýna einum besta íþróttamanni sögunnar meiri virðingu.“