Reece James og Rafael Leao er orðnir ágætis vinir en sá síðarnefndi er sterklega orðaður við Chelsea á Englandi.
James er einmitt leikmaður Chelsea en Leao spilaði með Portúgal á HM og er á mála hjá AC Milan.
Chelsea reyndi ítrekað að fá Leao í sínar raðir í sumarglugganum en mistókst verkefni sitt þar sem stutt var í gluggalok.
Þessir tveir hafa skrifað sín á milli á samskiptamiðlum eftir að James lýsti Leao sem einum af sínum erfiðustu andstæðingum.
,,Bróðir minn,“ skrifaði Leao við færslu James og svaraði bakvörðurinn; ‘Takk fyrir, bróðir.’
Það er því nokkuð ljóst að Leao er að daðra við komu til Chelsea en hann er einn eftirsóttasti bitinn í Evrópu þessa stundina.