Luis Enrique hefur beiðst afsökunar eftir að hann var rekinn úr starfi sem landsliðsþjálfari Spánverja.
Enrique var rekinn um helgina eftir misheppnað HM í Katar en Spánn er úr leik eftir tap gegn Marokkó í vítaspyrnukeppni.
Það eru úrslit sem komu mörgum á óvart en Spánn hóf mótið á því að vinna Kosta Ríka með sjö mörkum gegn engu.
Enrique þykir fyrir því að hafa ekki getað hjálpað sínum leikmönnum meira og virðist taka tapið á sínar herðar.
,,Til leikmannana sem hafa verið framúrskarandi og opnir fyrir mínum hugmyndum. Mér þykir fyrir því að hafa ekki hjálpað meira,“ sagði Enrique
,,Það sama má segja um mína aðstoðarmenn sem lögðu allt í sölurnar til að hjálpa liðinu á hvaða hátt sem er. Það hefur verið sérstakt að vera hluti af þessu.“