Holland 2 – 2 Argentína (Argentína áfram eftir vítakeppni)
0-1 Nahuel Molina(’35)
0-2 Lionel Messi(’73)
1-2 Wout Weghorst(’83)
2-2 Wout Weghorst(‘101)
Lionel Messi er að eiga ansi gott HM með argentínska landsliðinu og ætlar alla leið á mögulega sínu síðasta stórmóti.
Argentína spilaði við hollenska landsliðið í 8-liða úrslitum í kvöld og er búið að tryggja sæti sitt í undanúrslitunum.
Þeir argentínsku höfðu betur í fjörugum leik en það þurfti framlengingu til að tryggja sigurvegara kvöldsins.
Messi gerði annað mark Argentínu á vítapunktinum á 73. mínútu en Nahuel Molina hafði áður komið liðinu yfir.
Wout Weghorst lagaði stöðuna fyrir Holland þegar sjö mínútur en hann var varamaður hjá Hollandi í kvöld.
Weghorst var ekki hættur og jafnaði metin í uppbótartíma eða þegar 11 mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.
Ekkert mark var skorað í framlengingunni en þeir hollensku voru ekki sannfærandi á vítapunktinum í kvöld og fóru heim vegna þess.
Virgil van Dijk og Stephen Berghuis klikkuðu á vítum fyrir Holland en Emiliano Martinez var frábær í marki Argentínu og sá við þeim báðum.