Mark Ogden virtur blaðamaður hjá ESPN veltir því fyrir sér hvort Liverpool hafi hreinlega efni á því að keppa um Jude Bellingham miðjumann Borussia Dortmund.
Legið hefur fyrir um nokkurt skeið að Bellingham vill yfirgefa Dortmund næsta sumar og þýska félagið er reiðubúið að selja hann.
Í aðdraganda HM í Katar var talað um 130 milljóna punda verðmiða en sá verðmiði hefur vafalítið hækkað með frammistöðu Bellingham í Katar.
„Það er talað um að mestar líkur séu á að Liverpool kaupi Bellingham verðið á honum hækkar bara og hækkar,“ segir Ogden.
Eignarhald Liverpool er í óvissu en FSG vill selja félagið en ekki er vitað hvenær eða hvort það gerist. „Við vitum ekki hverjir verða eigendur Liverpool, eru þeir sem eiga félagið til í að eyða þessum peningum í Bellingham.“
„Liverpool myndi henta Bellingham fra´bæarlega, en hafa þeir efni á honum? Hann er heitasti bitinn á markaðnum ásamt Kylian Mbappe.“