Memphis Depay leikmaður hollenska landsliðsins hefur birt skilaboð sem fyrrum tengdafaðir hans sendi á hann um helgina.
Depay átti á árum áður í ástarsambandi við Lori Harvey sem er dóttir Steve Harvey, sem er afar vinsæll sjónvarpsmaður í Bandaríkjunum.
Ástarsamband Depay og Harvey blómstraði þegar hann lék með Manchester United og trúlofuðu þau sig, þau hættu svo saman skömmu síðar.
𝘙𝘦𝘢𝘭 𝘢𝘭𝘸𝘢𝘺𝘴 𝘳𝘦𝘤𝘰𝘨𝘯𝘪𝘻𝘦 𝘙𝘦𝘢𝘭 💯 pic.twitter.com/1Rl3yjTPO8
— Memphis Depay (@Memphis) December 4, 2022
Harvey fylgist ennþá vel með sínum gamla félaga og sendi honum skilaboð eftir sigur Hollands á Bandaríkjunum um helgina, en Harvey fjölskyldan er frá Bandaríkjunum. Depay skoraði fyrsta mark leiksins.
„Hermaður þú gerðir það, ég öskraði á sjónvarpið. Svo stoltur af þér, til hamingju,“ skrifaði Harvey í skilaboðum til Memphis og samræður þeirra fóru á flug eins og sjá má hér að neðan.