Brasilía er komið í 8-liða úrslit HM og mun þar spila við Króatíu eftir leik við Suður-Kóreu í kvöld.
Suður-Kórea þurfti að eiga magnaðan leik til að stöðva Brassana sem eru sigurstranglegir á mótinu.
Brasilíumenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik og skoruðu fjögur mörk gegn engu frá Kóreumönnum.
Richarlison var á meðal markaskorara Brassa og skoraði fallegasta mark kvöldsins og eitt af mörkum mótsins.
Markið má sjá hér.
Brasilía er komið í 3-0 eftir tæpan hálftíma leik – Richarlison skorar eftir stórkostlega spilamennsku Brasilíumanna pic.twitter.com/U9hMZSSr2b
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022