Xherdan Shaqiri komst á blað fyrir lið Sviss fyrir helgi sem vann Serbíu 3-2 í riðlakeppni HM í Katar.
Mark Shaqiri skipti sköpum að lokum en Sviss er komið í 16-liða úrslit HM eftir sigurinn á Serbunum.
Shaqiri er nú kominn í hóp með Cristiano Ronaldo og Lionel Messi sem þriðji leikmaðurinn til að skora á síðustu þremur HM.
Shaqiri skoraði á HM 2014, 2018 og nú 2022 en aðeins Ronaldo og Messi hafa náð þeim áfanga.
Vængmaðurinn er gríðarlega mikilvægur hluti af liði Sviss en hann var um tíma leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Players who have scored in each of the last three World Cups:
Lionel Messi
Cristiano Ronaldo
Xherdan Shaqiri— B/R Football (@brfootball) December 2, 2022