Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er einn af okkar bestu þjálfurum og vann deildina með Blikum fyrr á þessu ári.
Óskar náði fyrir það frábærum árangri með Gróttu en hann hefur einnig gert það gott í fjölmiðlum og vann sem fréttastjóri Stöðvar 2 og og Vísis í hruninu.
Óskar var gestur í þættinum Vikan með Gísla Marteini fyrir helgi þar sem hann fór yfir ýmis mál.
Það kemur ekki til greina fyrir Óskar að starfa aftur í fjölmiðlum en hann segir að sá kafli í sínu lífi sé búinn.
Óskar fer svo langt og segir að hann myndi ekki vinna þá vinnu fyrir 300 milljónir á mánuði sem er setning sem talar sínu máli.
,,Ég var fréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis, í hruninu. Það er eins og þetta hafi verið fyrir 30 árum. Enda er þetta það síðasta sem ég gæti hugsað mér að gera, ég myndi ekki gera þetta fyrir 300 milljónir á mánuði vinna aftur á fréttamiðli, það er búið,“ sagði Óskar Hrafn.
,,Ég er að útskýra fyrir ykkur hversu lítið mig langar til að vinna aftur á fréttamiðli. Bara nei takk.“