fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
433Sport

Helgi Seljan skefur ekki af því og furðar sig á þessum málum í Laugardal – „Ég skil ekki alveg hvað er svona erfitt“

433
Laugardaginn 3. desember 2022 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Seljan, blaðamaður á Stundinni, settist í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó, sem sýnd er á Hringbraut á föstudögum. Þar var einnig Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs. 

Þar voru teknar fyrir fréttir vikunnar og meðal annars var farið yfir málin á bak við tjöldin í vináttulandsleik íslenska karlandsliðsins við Sádi-Arabíu í síðasta mánuði. 

„Það kom mörgum á óvart þegar við fórum að spila leikinn við Sádana. Þetta var ekki augljós kostur fyrir okkur og það hefði verið hægt að nýta þennan glugga betur. En þetta er það sem Sádar gera. Þeir kaupa landslið til að spila á móti sér,“ segir Helgi, en Stundin fjallaði einmitt um það í síðustu viku að KSÍ hafi ekki fengið grænt ljóst frá Utanríkisráðuneytinu til að spila leikinn, þvert á það sem hafði verið haldið fram. 

„Það kom mér á óvart að KSÍ hafi verið búið að fullyrða að sambandið hafi fengið grænt ljós frá utanríkisráðuneytinu. Það snerist um allt annað mál.“ 

Hörður tekur til máls. „Þetta er ekki til fyrirmyndar. Það verður áhugavert að sjá ársreikning KSÍ, hvernig þetta verður falið. Aðrar tekjur er líklega það sem þetta verður sett undir. KSÍ er félögin í landinu og þau eiga að geta gert kröfu á að peningurinn sem hlýst af svona hvítþvotti skili sér til þeirra. 

KSÍ hefði bara getað sagt satt og rétt frá. Vera heiðarleg, það er það minnsta sem maður biður um.“ 

Helgi skilur ekki af hverju hlutirnir eru ekki upp á borðum í Laugardal. 

„Ég skil ekki alveg hvað er svona erfitt hjá Knattspyrnusambandinu. Allt sem viðkemur fjármálum er svolítið villta vestrið. Allt í einhverjum rassvasabókhöldum. Ég geri mér ekki grein fyrir því af hverju þetta er öðruvísi hér en annars staðar.“ 

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu lygilegt atvik: Vissi ekki að hann væri enn í beinni útsendingu og gerði þetta á meðan heimsbyggðin horfði

Sjáðu lygilegt atvik: Vissi ekki að hann væri enn í beinni útsendingu og gerði þetta á meðan heimsbyggðin horfði
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skipti hans til Þýskalands hafa áhrif á leikmann Manchester City

Skipti hans til Þýskalands hafa áhrif á leikmann Manchester City
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Balotelli strax á förum

Balotelli strax á förum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mynd af matnum sem var til sölu vekur óhug – „Myndi ekki gefa hundi þetta“

Mynd af matnum sem var til sölu vekur óhug – „Myndi ekki gefa hundi þetta“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tap hjá Íslandi í öðrum leik – Mæta Wales á morgun

Tap hjá Íslandi í öðrum leik – Mæta Wales á morgun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo og félagar virkja samtalið

Ronaldo og félagar virkja samtalið
433Sport
Í gær

Allar líkur á að hann fari – Verið orðaður við Arsenal

Allar líkur á að hann fari – Verið orðaður við Arsenal
433Sport
Í gær

Leikmaður United rak upp miðfingurinn er ljósmyndarar smelltu af

Leikmaður United rak upp miðfingurinn er ljósmyndarar smelltu af
433Sport
Í gær

Þrír kostir á borðinu fyrir undrabarnið – Tekur sér sinn tíma

Þrír kostir á borðinu fyrir undrabarnið – Tekur sér sinn tíma
Hide picture