Paris Saint-Germain hefur ekki áhuga á því að losna við Lionel Messi á næsta ári og senda hann til Bandaríkjanna.
Messi hefur sterklega verið orðaður við Inter Miami þar í landi sem og endurkomu til Barcelona.
Goal fullyrðir það að PSG ætli að bjóða Messi framlengingu en hann verður samningslaus næsta sumar.
Messi mun fá nýjan tveggja ára samning í París en hann er 35 ára gamall í dag og leikur á HM með Argentínu.
Goal segir að það séu litlar sem engar líkur á að Messi færi sig um set næsta sumar og að hann hafi sjálfur áhuga á að vera áfram.