Landslið Brasilíu er vongott fyrir 16-liða úrslit HM og að stórstjarnan Neymar geti tekið þátt í þeirri viðureign.
Neymar er þrítugur að aldri en hann var ekki með á æfingu á fimmtudag fyrir leik gegn Kamerún í dag.
Brasilía er komið í 16-liða úrslitin og mun spila sinn leik á mánudaginn næsta.
Neymar er að jafna sig af ökklameiðslum en útlit er fyrir að hann gæti verið nothæfur í næstu umferð keppninnar.
Það væri gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Brasilíu en Neymar er talinn vera einn af bestu leikmönnum heims.