Ibrahima Konate, leikmaður Frakklands, var mjög pirraður í gær eftir leik liðsins við Túnis í riðlakeppninni.
Frakkland tapaði mjög óvænt 1-0 gegn Túnis en liðið var búið að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum.
Það voru gerðar breytingar á byrjunarliði Túnis í þessari viðureign en Konate neitar að nota það sem afsökun.
,,Ég hata að tapa. Við munum ekki gera neina greiðum um helgina, þetta verður leikur á milli tveggja liða og það er allt saman,“ sagði Konate.
,,Ég get ekki sagt að við höfum gert of margar breytingar, við getum ekki notað þá afsökun.“
,,Við vorum ekki í þeim gæðaflokki sem við eigum að vera. Við þurfum að einbeita okkur að næsta leik og gleyma þessu klúðri. Sama á móti hverjum, leikurinn verður erfiður.“