Lionel Messi, leikmaður Argentínu, setti ansi slæmt met á HM í gær er liðið spilaði við Póllandi í riðlakeppninni.
Messi er af mörgum talinn besti leikmaður sögunnar en hann klikkaði á vítaspyrnu í tapinu.
Messi er nú fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að láta verja frá sér tvær vítaspyrnur á HM sem er ekki sérstakt met.
Hannes Þór Halldórsson spilar hlutverk í þessu meti en hann varði víti frá Messi á HM í Rússlandi árið 2018.
Wojciech Szczesny var annar markmaðurinn til að verja frá Messi en það kom að lokum ekki að sök í 2-0 sigri Argentínumanna.