fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
433Sport

Staðfestir að Kórdrengir mæti til leiks á næsta ári – Þjálfaraleit í gangi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert er til í þeim sögum sem verið hafa á kreiki um að Kórdrengir ætli að hætta að taka þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Þetta staðfestir Logi Már Hermannsson formaður Kórdrengja í samtali við 433.is.

Kórdrengir eru án þjálfara eftir að Davíð Smári Lamude ákvað að láta af störfum og tók við Vestra. Bæði lið leika í Lengjudeildinni.

Uppgangur Kórdrengja hefur vakið mikla athygli en félagið fór upp um þrjár deildir á þremur árum. Félagið er á leið inn í sitt þriðja tímabil í næst efstu deild.

„Ég get sagt það að Kórdrengir mæta til leiks á næsta ári og Ægir er ekki að fara upp í Lengjudeildina,“ segir Logi Már í samtali við 433.is.

Sú saga hafði flogið hátt að Kórdrengir væru að skoða það að leggja niður störf og þá hefði Ægir úr 2 deildinni farið upp í Lengjudeildina í þeirra stað. Af því verður ekki eins og Logi stafeðstir.

Logi segir að unnið sé í þjálfaramálum félagsins en ekki sé tímabært að gefa upp meira en það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal
433Sport
Í gær

Tap niðurstaðan hjá Stelpunum okkar í markaleik í Frakklandi

Tap niðurstaðan hjá Stelpunum okkar í markaleik í Frakklandi
433Sport
Í gær

Arteta neitar að gefast upp

Arteta neitar að gefast upp
433Sport
Í gær

Hrafnkell lemstraður eftir magnað innslag úr Garðabænum – „Margt sem ég hef séð í sjónvarpinu virkar ekki í alvöru“

Hrafnkell lemstraður eftir magnað innslag úr Garðabænum – „Margt sem ég hef séð í sjónvarpinu virkar ekki í alvöru“
433Sport
Í gær

Gylfi Þór kominn í treyju Víkings og byrjaður að æfa með liðinu – Myndir

Gylfi Þór kominn í treyju Víkings og byrjaður að æfa með liðinu – Myndir