Eigendur Liverpool, Fenway Sports Group, hafa sett enska félagið á sölu. Það er David Ornstein á The Athletic sem segir frá þessu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eigendurnir kveðjast tilbúnir að selja Liverpool. Nú er fullyrt að FSG muni hlusta á tilboð.
Að því sögðu er ekki ljóst hvort félagið verði svo selt eða ekki. Til þess þurfa ákveðin atriði að ganga upp. Sölutilkynning hefur þó verið send á hugsanlega kaupendur.
FSG hefur átt Liverpool síðan 2010.
🚨 EXCLUSIVE: Liverpool have been put up for sale by Fenway Sports Group. Sale deck has been produced for interested parties. Goldman Sachs + Morgan Stanley assisting evaluation process. Unclear if deal gets done but FSG inviting offers @TheAthleticFC #LFC https://t.co/hdmPKeb1ec
— David Ornstein (@David_Ornstein) November 7, 2022
Liverpool hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár. Liðið varð Evrópumeistari 2019 og Englandsmeistari ári síðar. Á þessari leiktíð hefur Liverpool þó átt í vandræðum.