Dusan Vlahovic, stjarna Serbíu, þvertekur fyrir það að hann hafi haldið framhjá með eiginkonu varamarkmanns landsliðsins.
Sögusagnir hafa verið á kreiki undanfarna daga en Vlahovic leikur nú með Serbíu á HM í Katar.
Talað hefur verið um að Vlahovic hafi átt í rómantísku sambandi með eiginkonu markmannsins en hann þvertekur fyrir þessar sögusagnir.
,,Þetta er bull og algjörlega út í hött,“ sagði Vlahovic um sögusagnirnar.
,,Það er sorglegt að ég þurfi að koma hingað og útskýra mitt mál. Þetta er búið til af fólki sem hefur ekkert betra að gera í lífinu.“