RÚV hefur staðfest hver mun lýsa úrslitaleiknum á Heimsmeistaramótinu í Katar þann 18. desember. Fotbolti.net greindi frá því.
Mótið hefur staðið yfir frá 20. nóvember og fer vel af stað.
RÚV hefur nú gefið út að það verður Einar Örn Jónsson sem lýsir úrslitaleiknum.
Hörður Magnússon og Gunnar Birgisson lýsa undanúrslitaleikjunum tveimur.
Úrslitaleikurinn fer fram á Lusail-vellinum í Katar klukkan 15 sunnudaginn 18. desember.