Pólland og Argentína hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum HM eftir lokaumferð C riðilsins sem fór fram í kvöld.
Argentína tryggði sér toppsæti riðilsins með 2-0 sigri og kom vel til baka eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn Sádí Arabíu.
Lionel Messi klikkaði á vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum í kvöld en það kom að lokum ekki að sök.
Alexis Mac Allister og Julian Alvarez gerðu mörk Argentínumanna sem enda í toppsæti riðilsins.
Á sama tíma vann Mexíkó lið Sádí Arabíu 2-1 en fer heim með verri markatölu en Pólverjarnir.
Sádí Arabía tókst að skora mark í uppbótartíma í leiknum og ljóst að þessi tvö lið fara heim og kveðja HM að þessu sinni.
Frakkland verður næsti andstæðingur Póllands og Argentína spilar við Ástralíu.
Pólland 0 – 2 Argentína
0-1 Alexis Mac Allister(’46)
0-2 Julian Alvarez(’67)
Sádí Arabía 1 – 2 Mexíkó
0-1 Henry Martin(’47)
0-2 Luis Chavez(’52)
1-2 Salem Al Dawsari(’95)