Holland og Katar áttust við í lokaumferð A-riðils á Heimsmeistaramótinu í Katar í dag.
Cody Gakpo kom Hollendingum yfir á 26. mínútu eftir undirbúning Davy Klaasen. Sóknarmaðurinn ungi er þar með búinn að skora í öllum leikjum sínum HM til þessa.
Frenkie de Jong tvöfaldaði forystu þeirra appelsínugulu snemma í seinni hálfleik.
Steven Berghuis átti eftir að koma knettinum í netið í seinni hálfleik einnig en var markið dæmt af vegna hendi í aðdraganda þess.
Holland lýkur þar með riðlakeppninni á toppi A-riðils með þrjú stig. Heimamenn í Katar ollu vonbrigðum og hafna í neðsta sæti án stiga.