Tvífara Neymar tókst að gabba nánast alla í Katar í dag þegar hann gekk um götur borgarinnar og mætti svo á leik Braislíu og Sviss.
Neymar sjálfur er meiddur og mætti ekki á leik Brasilíu og Sviss á HM í Katar í dag. Hann horfði á leikin á hótelinu og var í meðhöndlun.
Tvífari hans hins vegar vakti gríðarlega athygli og féllu margir í gildruna, þar á meðal sjónvarpsstöðin Fox. „Neymar labbar um Doha,“ stóð í færslu sem stöðin setti út.
Áhorfendur á leiknum hópuðust upp að manninum sem var með nokkra vini sína með sér sem voru eins og öryggisgæsla.
Fólk beit því á agnið og hópaðist í kringum Neymar sen tók af allan vafa þegar hann birti mynd af sér upp í rúmi að horfa á leikinn sem Brasilía vann 1-0.
Neymar meiddist í fyrsta leik HM en vonast til að geta spilað aftur þegar líða tekur á mótið.
Neymar was spotted walking around Doha 👀🇧🇷 pic.twitter.com/DSRoDZmbsU
— FOX Soccer (@FOXSoccer) November 27, 2022