Heimir Hallgrímsson vakti athygli á RÚV fyrir helgi þegar hann sýndi fólki heima í stofu hér á landi hvernig stuðningsmenn bandaríska karlalandsliðsins taka Víkingaklappið á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Heimir, sem stýrði íslenska karlalandsliðinu á HM 2018 í Rússlandi, er staddur í Katar ásamt Eddu Sif Pálsdóttur, þar sem þau fjalla um HM.
Heimir Hallgrímsson með sýnikennslu um bandaríska víkingaklappið 👏🏼 #hmruv pic.twitter.com/YUQIzcXh2x
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2022
Bandaríska útgáfan af Víkingaklappinu var til umræðu í HM-hlaðvarpi íþróttadeildar Torgs (Fréttablaðsins og DV).
„Þetta var eins vandræðalegt og það verður og eins bandarískt og það gerist. Kaninn getur verið afar skrautlegur,“ segir Helgi Fannar Sigurðsson í þættinum.
„Maður á erfitt með að sætta sig við eitthvað annað en þetta íslenska,“ segir Aron Guðmundsson en bætir við að stuðningsmenn fleiri landa á HM noti klappið.
„Víkingaklappið lifir góðu lifi þó það sé komið yfir sitt besta skeið.“
Umræðan um þetta er hér að neðan.