Enskir miðlar hafa fjallað mikið um úrið sem Harry Kane, framherji Englands, var með fyrir leik liðsins gegn Íran fyrr í vikunni.
Fréttir af þessu úri eru aðeins að birtast í dag en leikur Englands og Íran fór fram á mánudaginn.
Einhver rannsókn hefur farið í það að finna verðmiða úrsins sem kostar heil 520 þúsund pund.
Um er að ræða einhvers skonar regnboga Rolex úr sem Kane skartaði fyrir 6-2 sigur Englands gegn Íran í riðlakeppninni.
Úrið var einnig sjáanlegt á Brit Awards verðlaunahátíðinni árið 2020 er rapparinn Stormzy sást með það á úlnliðnum.
Mynd af úrinu má sjá hér.