Cristiano Ronaldo og Lionel Messi gætu orðið keppinautar á nýjan leik eftir árið 2023.
Frá þessu greinir Mirror en lið í Sádí Arabíu er á eftir Ronaldo sem er án félags eftir að hafa yfirgefið Manchester United.
Samningi Ronaldo við Man Utd var rift og er möguleiki á að hann skrifi undir í Sádí Arabíu 2023.
Messi er að sama skapi orðaður við Sádí Arabíu en hann verður samningslaus hjá Paris Saint-Germain næsta sumar.
Ronaldo og Messi eru tveir af bestu leikmönnum sögunnar og léku lengi með bæði Real Madrid og Barcelona sem eru erkifjendur á Spáni.