Pólland 2 – 0 Sádí Arabía
1-0 Piotr Zielinski(’39)
2-0 Robert Lewandowski(’82)
Pólverjar náðu í góðan sigur á HM í Katar í dag í öðrum leik dagsins sem fór fram í riðli C.
Þessi riðill er rosalega sterkur en þar leika einnig Argentína, Mexíkó sem og Sádí Arabía sem vann Argentínu í fyrsta leik.
Pólland gerði jafntefli við Mexíkó í fyrstu umferð en gerði betur í dag og lagði Sádana, 2-1.
Robert Lewandowski var öflugur í liði Pólverja en hann skoraði bæði í dag og lagði upp í 2-0 sigri.
Lewandowski var skúrkurinn gegn Mexíkó en hann klikkaði þá á vítaspyrnu í markalausu jafntefli.
Sádarnir fengu vítaspyrnu í þessum leik en Salem Al Dawsar mistókst að koma boltanum í markið.