Djibril Sow, leikmaður Sviss, hefur skotið föstum skotum á þá dómara sem dæma á HM í Katar.
Dómararnir hafa vakið töluverða athygli og þá aðallega fyrir hversu mörgum mínútum þeir bæta við venjulegum leiktíma.
Sow nefnir til að mynda leik Spánar og Kosta Ríka þar sem átta mínútum var bætt við í stöðunni 6-0 fyrir spán.
,,Ég horfði til dæmis á leik Spánar og Kosta Ríka – það var engin þörf að bæta við átta mínútum,“ sagði Sow.
,,Þetta er svo heimskulegt. Þú verður að hafa tilfinningu fyrir stöðunni. Þegar staðan er 6-0 þarftu ekki að bæta við öðrum átta mínútum.“
,,Þetta snýst líka um að virða andstæðinginn, því meira sem leikurinn dregst því meira verðurðu þreyttur.“