Eins og flestir vita er HM í Katar farið af stað og höfum við fengið nokkra stórskemmtilega leiki til þessa.
Markametið á HM verðu alls ekki slegið á þessu móti en Miroslav Klose er markahæsti leikmaður í sögu keppninnar.
Klose er fyrrum landsliðsmaður Þýskalands og skoraði 16 mörk í 24 leikjum á sínum ferli.
Ronaldo hinn brasilíski skoraði 15 mörk í 19 leikjum og er í öðru sæti en þar á eftir kemur landi Klose í Gerd Muller.
Aðeins einn núverandi leikmaður kemst á listann en það er Thomas Muller hjá Þýskalandi sem er með 10 mörk í 16 leikjum.