Breiðablik hefur staðfest komu Arnórs Sveins Aðalsteinssonar til félagsins frá KR. Hann er uppalinn hjá félaginu
Arnór hefur reynt fyrir sér í atvinnumennsku með Honefoss frá 2011 til 2014 en gekk svo aftur í raðir Blika.
Varnarmaðurinn skrifaði undir hjá KR árið 2017 og spilaði alls 14 leiki fyrir liðið í Bestu deildinni í sumar.
Arnór er 36 ára gamall en Blikar eru að missa Elfar Freyr Helgason til Vals og fá Arnór inn í staðinn.
Blikar hafa verið manna duglegastir á markaðnum í vetur en Eyþór Wohler, Alex Freyr Elísson og Patrik Johannesen hafa allir skrifað undir í Kópavoginum ásamt Arnóri.
Breiðablik varð Íslandsmeistari í haust með gríðarlegum yfirburðum en virðast ætla að bæta í hóp sinn fyrir komandi átök.
Arnór var kynntur til leiks með hressandi myndbandi sem er hér að neðan.
Velkominn heim @arnorsveinn 💚 pic.twitter.com/vU7wb5uTgf
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) November 25, 2022