Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er gríðarlegur aðdáandi Bukayo Saka og gæti hugsað sér að fá hann til félagsins. Daily Mail greinir frá.
Hinn 21 árs gamli Saka er skærasta stjarna Arsenal og hefur verið hvað mikilvægasti leikmaður liðsins í um tvö ár.
Samningur hans rennur út sumarið 2024. Hjá Arsenal vilja menn ólmir semja við hann aftur.
Saka sjálfur vill einnig vera áfram en vill þó að laun sín, sem í dag eru um 70 þúsund pund á viku, hækki all hressilega. Nánar til tekið vill hann fá nær 200 þúsundum punda á viku.
Arsenal vill alls ekki að leikmaðurinn fari inn á síðasta ár samnings síns á næstu leiktíð og ætlar sér að semja við hann.
Guardiola sér Saka sem fullkominn arftaka Raheem Sterling, sem fór frá City til Chelsea í sumar