Kevin de Bruyne, leikmaður Belgíu, var hissa í gær er hann var valinn maður leiksins í sigri á Kanada.
Belgía vann 1-0 sigur á Kanada í riðlakeppni HM þar sem Michy Batshuayi skoraði eina mark leiksins.
Belgarnir voru ekki sannfærandi í leiknum en De Bruyne var valinn bestur – hann leikur með Manchester City.
Miðjumaðurinn var ekki sammála þessum dóm og telur að hann hafi ekki spilað sinn besta leik.
,,Ég er ekki sammála því að ég hafi spilað vel. Ég veit ekki af hverju ég fæ þessi verðlaun,“ sagði De Bruyne.
,,Kannski er það vegna nafnsins. Kanada á allt hrós skilið.“