Brasilía vann góðan 2-0 sigur á HM í Katar í kvöld er liðið spilaði við Serbíu í opnunarleik sínum á HM.
Serbarnir eru með ansi sterkt lið og er alls ekkert gefið en Brassarnir stóðu fyrir sínu að eþssu sinni.
Richarlison, leikmaður Tottenham, var munurinn á liðunum í kvöld en hann gerði bæði mörk þeirra gulklæddu.
Neymar er helsta stjarna Brasilíu en hann varð fyrir ljótri tæklingu í leiknum og fór af velli á 79. mínútu.
Neymar barðist við tárin eftir að hafa gengið af velli og er möguleiki á að hann sé meiddur og að keppni sé í hættu.