Cristiano Ronaldo virtist við það að fella tár þegar þjóðsöngur Portúgals var spilaður fyrir leik liðsins gegn Gana, sem var að hefjast í H-riðli Heimsmeistaramótsins í Katar.
Ronaldo er á sínu fimmta HM og jafnframt því síðasta.
Kappinn hefur mikið verið í umræðunni undanfarna daga. Hann fór í umdeilt viðtal við Piers Morgan á dögunum, þar sem hann gagnrýndi þáverandi vinnuveitendur sína, Manchester United, harkalega.
Samningi hans var í kjölfarið rift.
Nú er Ronaldo mættur á HM og ætlar sér án efa með styttuna heim til Portúgals.
Ronaldo emocionado durante o hino português 🥺🇵🇹 pic.twitter.com/cNlCssgV2x
— B24 (@B24PT) November 24, 2022