Suður-Kórea mætti Úrúgvæ á HM í Katar í dag en mikið fjör var í leiknum þó mörkin hafi látið á sér standa.
Í byrjunarliði Suður-Kóreu voru fimm leikmenn sem byrjuðu á nafninu Kim.
Markvörður liðsins og allir fjórir varnarmennirnir sem byrjuðu leikinn byrja á Kim. Vekur þetta svipaða athygli og þegar Ísland fór á stórmót allir voru synir einhvers.
Þetta vakti athygli sjónvarpsmanns í Ítalíu sem var að lýsa leiknum þar í landi. Hann las nöfn mannana ansi hratt upp.
Upplestur fréttamannsins á Ítalíu má heyra hér að neðan.
Italian commentator announcing the South Korea line uppic.twitter.com/iXYw4KBKPd
— FIFA World Cup 2022 (@2022_QatarWC) November 24, 2022