Úrúgvæ og Suður-Kórea mættust í fyrsta leik H-riðils á Heimsmeistaramótinu í Katar í dag.
Leikurinn var fremur jafn en hvorugu liðinu tókst að setja boltann í markið.
Lokatölur urðu 0-0, sem var fremur sanngjarnt.
Í þessum riðli eru einnig Portúgal og Gana. Þau mætast klukkan 16 í dag á íslenskum tíma.