Luis Diaz, leikmaður Liverpool, vissi varla hvernig hann átti að snúa sér er hann hitti Lionel Messi í fyrsta sinn.
Messi er einn allra besti leikmaður sögunnar en hann og Diaz hittust er Kólumbía og Argentína mættust á Copa America.
Diaz náði að ræða aðeins við Messi í þessari viðureign, eitthvað sem hann mun aldrei gleyma.
,,Ég lét næstum lífið, ég nánast sagði honum að ég væri ástfanginn af honum og allt það,“ sagði Diaz.
,,Hann hefur alltaf verið það sem ég horfi upp til. Ronaldinho var fyrirmyndin mín en síðan hann hætti hef ég ekki getað spilað gegn honum. Þegar ég hitti hann í fyrsta sinn þá mun ég í alvöru deyja.“
,,Ég elska Messi. Ég hitti hann fyrst með Kólumbíu í leik í Barranquilla en ég fékk ekki að byrja. Ég var að hefja minn feril með landsliðinu en svo tveimur árum seinna hitti ég hann á Copa America.“