Julian Ward er að hætta sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool eftir aðeins örfáa mánuði í starfi.
Ward tók við starfinu í sumar en hann hefur ákveðið að stíga til hliðar. Hann tók við af Michael Edwards sem hafði verið farsæll í starfi.
Ward var sá sem sannfærði Mo Salah um að nýjan samning við félagið í sumar en annars hefur lítið farið fyrir honum.
Samkvæmt enskum blöðum kemur ákvörðun Ward enska félaginu mjög á óvart. Liverpool hefur náð árangri með stöðugleika og vill ekki vera að skipta út manni í þessu starfi reglulega.
Samkvæmt blöðunum á Englandi mun Liverpool leita út fyrir félagið að eftirmanni Ward sem hættir formlega næsta sumar.