Það kom upp fallegt atvik á blaðamannafundi Louis van Gaal, þjálfara hollenska landsliðsins, á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Senegalskur blaðamaður var á svæðinu og sagðist hann ekki hafa spurningu fyrir Van Gaal. Hann vildi aðeins lýsa yfir aðdáun sinni á þjálfaranum.
Van Gaal var afar hrifinn af þessu athæfi og sagðist ætla að faðma manninn að loknum fundinum.
Hollenski stjórinn stóð við þetta og tók utan um blaðamanninn eftir fund.
Holland og Senegal mættust einmitt í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni HM. Þar vann fyrrnefnda liðið 2-0.
Hér að neðan má sjá myndband af blaðamannafundinum sem um ræðir.
Daar is-ie dan. De knuffel van Van Gaal met de journalist uit Senegal, die vertelde dat hij de bondscoach zo bewondert. #FIFAWorldCup pic.twitter.com/jRmSXUgZAh
— Rypke Bakker (@RypkeBakker) November 24, 2022